Um Netkynning.ai – lærðu gervigreind á mannamáli

Við hjálpum þér að skilja, læra og nýta gervigreind í starfi, námi og sköpun.

Netkynning.ai er framsækið fræðsluverkefni sem miðar að því að gera gervigreind aðgengilega, skiljanlega og gagnlega fyrir alla. Við trúum því að gervigreind sé ekki bara tæknilegt fyrirbæri sem tilheyrir sérfræðingum, heldur öflugt verkfæri sem hver og einn getur nýtt sér í leik, starfi og skapandi verkefnum. Markmið okkar er að byggja brú milli fólks og tækni með fræðslu, hagnýtri þjálfun og innblæstri.

Við bjóðum upp á fjölbreytt námskeið og leiðbeiningar sem henta jafnt byrjendum sem og þeim sem hafa reynslu á sviði gervigreindar. Með því að sameina skýra fræðslu, dæmi úr raunveruleikanum og gagnlegar skipanir (prompts) tryggjum við að notendur vefsins fari ekki bara heim með nýja þekkingu – heldur með verkfæri sem hægt er að nota strax.

Fræðsla sem nýtist í raunheimum

Netkynning.ai leggur áherslu á að kenna gervigreind í samhengi við daglegt líf og atvinnu. Hvort sem það er að bæta framleiðni í vinnu, einfalda ferli, skapa list eða þróa nýjar hugmyndir, þá er gervigreind orðin ómissandi hluti af tækjakistunni. Við sýnum hvernig má nota hana til að:

Skipanir sem virka – strax

Eitt af því sem gerir Netkynning.ai einstakt er áherslan á hagnýtar skipanir sem virka í raun og veru. Áskrifendur fá aðgang að fjölda prófaðra og sannreyndra skipana sem má nota í vinsælustu gervigreindarverkfærunum. Þetta sparar tíma, eykur gæði úttaksins og gerir notandanum kleift að ná betri árangri – hvort sem hann er að skrifa markaðsefni, þróa hugmyndir fyrir verkefni eða skapa listaverk.

Framtíðin er samvinna manns og vélar

Við hjá Netkynning.ai sjáum gervigreind ekki sem ógn heldur sem samstarfsaðila. Með réttri þekkingu og ábyrgri notkun getur hún aukið hæfni fólks, víkkað sjóndeildarhringinn og skapað ný tækifæri. Við leggjum einnig áherslu á siðferðileg viðmið, gagnsæi og ábyrga notkun, svo að tæknin nýtist samfélaginu í heild.

Samfélag lærdóms og sköpunar

Netkynning.ai er meira en námskeið – það er samfélag. Við hvetjum þátttakendur til að deila hugmyndum, reynslu og lausnum, og þannig skapast vettvangur fyrir samvinnu og innblástur. Með því að læra saman og prófa nýjar leiðir styrkjum við hver annan og hjálpum til við að nýta tæknina á skapandi og árangursríkan hátt.

Fólkið á bak við tjöldin

Ólafur Kristjánsson

Ólafur Kristjánsson

Ég hef lengst af starfað sem tölvukennari og stafrænn myndsmiður og verið tíður gestur á Bylgjunni og K100 þegar kemur að umfjöllun um ýmis tæknimál.

Áhugi minn liggur í öllu því sem við kemur ljósmyndun, upptökum á stiklum, Photoshop og allri almennri klippivinnslu. Mín sérhæfing liggur í forritum frá Adobe og notkun þeirra. Áhugi minn á gervigreind mun án efa nýtast þeim fyrirtækjum sem óska eftir því.

Auk þess að vera montinn, hnyttinn og sjálfhverfur, þá tel ég mig búa yfir stórskrýtinni snilligáfu sem lýtur að því að hjálpa fólki sem kann „minna en ekki neitt“ á tölvur og ýmis önnur tæki.

Björgvin Guðmundsson

Ég er menntaður í stafrænni margmiðlun (Multimedia Integrator – Digital Media) frá Tækniskólanum í Álaborg, Danmörku. Hef unnið sem vefhönnuður og grafískur hönnuður frá árinu 2001, þ.á.m. rekið auglýsingastofu í Danmörku og unnið hjá ýmsum netfyrirtækjum og auglýsingastofum.

Síðustu 15 árin hef ég unnið sjálfstætt við rekstur á vefsíðum auk þess að taka að mér verkefni við gerð vefsíða og grafískra lausna.

Er mikill áhugamaður um gervigreind og hef notað hana í sambandi við grafíska hönnun um árabil.

Björgvin Guðmundsson
Scroll to Top