Leiðbeiningar

Hérna erum við með útskýringar og svör við helstu spurningum.

Leiðbeiningar

Hvernig þú skráir þig á vefinn.

Notkun á síðunni.

Algengar spurningar (FAQ)

Almennt

Þú smellir á „Innskráning“ efst á síðunni og slærð inn netfang og lykilorð sem þú valdir við nýskráningu. Ef þú ert ekki með aðgang geturðu stofnað hann ókeypis.

Smelltu á „Gleymt lykilorð“ á innskráningarsíðunni. Þú færð tölvupóst með hlekk til að endurstilla lykilorðið. Ef hann berst ekki, skoðaðu ruslpóst eða prófaðu aftur.

Farðu á innskráningu og eldu „Skráðu þig hér“ neðst á síðunni. Fylltu út netfang og smelltu á "Nýskráning". Þú færð tölvupóst með hlekk til að búa til lykilorð. Nú getur þú farið á "Áskriftir" síðuna og byrjað með frírri áskrift sem gefur þér aðgang að 20 skipunum.

Við bjóðum þrjár leiðir:

  • Frí áskrift: 20 skipanir.

  • Silfur áskrift: 100 vandaðar skipanir.

  • Gull áskrift: 200+ skipanir og öll námskeið.
    Silfur og Gull eru bæði í mánaðar- og ársáskrift.

Farðu á síðuna "'Áskriftir" til að sjá verð og velja áskrift.

Við tökum við algengum greiðslukortum (Visa, Mastercard). Allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Straums.

Já. Netkynning.ai notar dulkóðaða greiðslugátt sem uppfyllir alla helstu öryggisstaðla. Við geymum ekki kortaupplýsingar á okkar vef.

Já, þú getur uppfært áskrift úr frírri í Silfur eða Gull hvenær sem er. Þú getur líka fært þig upp í ársáskrift til að fá betra verð.

Þú getur sagt upp áskrift hvenær sem er í stillingum aðgangsins. Þú heldur samt áfram að njóta aðgangs fram að næsta greiðslutímabili.

Ef greiðsla tekst ekki, færðu tilkynningu og kerfið reynir aftur sjálfkrafa eftir 24 klst. Þú getur líka uppfært kortaupplýsingar í stillingum.

Kvittanir eru sendar sjálfkrafa á netfangið þitt eftir hverja greiðslu. Þær eru líka aðgengilegar í stillingum reikningsins þíns.

Skipanir

Skipun er texti eða leiðbeining sem þú gefur AI til að fá svar eða úrvinnslu.

Nei – þú getur notað íslensku eða ensku. Oft skilar enska betri sérhæfðum svörum.

Vertu skýr, settu markmið og bættu við smáatriðum eins og stíl eða tilgangi.

Já – og þú getur jafnvel vistað uppáhalds skipanirnar þínar til síðar.

Grunnhugtakið er það sama, en hver vettvangur vinnur úr skipunum á sinn hátt.

Já – þú getur beðið um stíl eins og „fréttablaðastíll“, „formlegt“ eða „létt og fyndið“.

Það fer eftir verkefni – stundum duga 5 orð, en fyrir flóknari verkefni er betra að skrifa ítarlegri leiðbeiningu.

Þá geturðu endurskrifað skipunina eða bætt við nýjum fyrirmælum til að leiðrétta AI.

Já – við bjóðum upp á safn af prófuðum skipunum sem virka í mismunandi aðstæðum.

Æfðu þig, prófaðu mismunandi orðalag og lærðu af dæmum sem gefa góða niðurstöðu.

Kennsluefni

Við bjóðum upp á hagnýta kennslu í gervigreind. Þú lærir að nota forrit eins og ChatGPT, Google Gemini, Suno, MidJourney og fleiri – bæði í leik og starfi.

Kennslan hentar jafnt byrjendum sem vilja kynnast gervigreind, sem og lengra komnum sem vilja læra að nýta AI á faglegan hátt í vinnu, markaðssetningu eða námi.

Kennsludæmin eru bæði myndbönd og skref-fyrir-skref leiðbeiningar sem sýna hvernig á að nota viðkomandi gervigreind í raunverulegum aðstæðum. Þú færð dæmi sem þú getur prófað beint í ChatGPT, Gemini eða öðrum AI-verkfærum.

Nei, við bjóðum dæmi fyrir mörg forrit: ChatGPT, Gemini, Suno AI, MidJourney, Copilot,  Make.com og fleiri. Þannig getur þú fundið það sem hentar þínum þörfum.

Alls ekki. Allt efnið er skrifað á mannamáli og hannað til að allir geti fylgt því – sama hvort þú ert byrjandi eða lengra kominn.

Þú lærir að:

  • skrifa betri skipanir (prompts),

  • fá nákvæmari og gagnlegra svör frá gervigreind,

  • spara tíma með sjálfvirkni,

  • og nota AI í daglegum verkefnum, bæði persónulegum og faglegum.

Já. Öll kennsla og dæmi eru aðgengileg á vefnum, þannig að þú getur lært hvar og hvenær sem er – á tölvu, spjaldtölvu eða síma.

Já, við leggjum áherslu á íslenskt efni. Allt efnið er á íslensku en sýnum líka hvernig AI-verkfæri virka á ensku, þar sem mörg þeirra skila enn betri niðurstöðum á því tungumáli.

Já, við bætum stöðugt við nýjum kennsludæmum, skipunum og leiðbeiningum eftir því sem forritin þróast og ný tækifæri skapast.

Þú byrjar með frírri áskrift sem gefur þér aðgang að 20 skipunum og dæmum. Ef þú vilt meira, geturðu uppfært í Silfur eða Gull áskrift til að fá 100+ eða 200+ skipanir og fulla kennslu.

Smelltu hér til að skrá þig.

Scroll to Top