Kennsla í gervigreind

– Lærðu að nýta öflugustu AI forritin

Náðu forskoti í starfi, námi og sköpun með sérsniðinni AI kennslu.

Við kennum þér að nota ChatGPT, Google Gemini, Suno, Microsoft Copilot, Midjourney, Make.com, Zapier og fleiri verkfæri á einfaldan og hagnýtan hátt.

Kennsla í gervigreind

Kennsla í helstu forritum

ChatGPT

ChatGPT – Mestu möguleikarnir með réttum skipunum

Lærðu að nýta ChatGPT til að skrifa, skapa, læra og leysa verkefni hraðar.
ChatGPT er eitt öflugasta AI verkfæri sem til er. Við kennum þér hvernig þú getur nýtt skipanir til að fá betri, nákvæmari og skapandi svör. Hvort sem það er í starfi, námi eða daglegu lífi, þá sýnum við þér hvernig ChatGPT sparar tíma og hjálpar þér að hugsa út fyrir kassann.

Google Gemini

Google Gemini – Ný kynslóð gervigreindar frá Google

Gerðu verkefnin þín einfaldari með snjallri lausn sem vinnur með öllum Google forritum.
Google Gemini sameinar leitarvél, textavinnslu og snjallforrit í eitt. Við kennum þér hvernig þú getur notað Gemini til að skrifa greinar, vinna með gögn, búa til hugmyndir og tengja hann beint við Google Workspace.

Suno

Suno – Búðu til tónlist með gervigreind

Frá hugmynd að lagi á örfáum mínútum.
Suno AI gerir öllum kleift að skapa tónlist – án þess að kunna á hljóðfæri. Við kennum þér hvernig þú skrifar skipanir sem breytast í melódíur, texta og fullmótuð lög. Frábært fyrir skapandi fólk, markaðssetningu og tónlistarunnendur.

Google

Google – Gerðu meira úr Chrome, Drive, Photos og YouTube

32 ókeypis Google Námskeið - Lærðu að nýta Google forritin sem þú notar daglega til hins ýtrasta.
Google forritin eru orðin hluti af daglegu lífi okkar – en flestir nýta aðeins brot af möguleikunum. Í kennslunni sýnum við hvernig þú getur hámarkað notkun á Google Chrome, skipulagt og deilt skjölum í Google Drive, notað Google Photos til að geyma og skipuleggja myndir á öruggan hátt og nýtt þér YouTube til lærdóms, markaðssetningar eða sköpunar. Með réttu ráðunum og tækni getur þú sparað tíma, bætt vinnuflæðið þitt og fengið meira út úr því sem Google býður upp á – bæði í starfi og einkalífi.

Microsoft Copilot

Microsoft Copilot – Þinn persónulegi vinnufélagi (Kemur í október!)

Nýttu gervigreind beint inn í Word, Excel, PowerPoint og Outlook.
Copilot hjálpar þér að vinna hraðar og klárar. Við sýnum hvernig þú getur látið hann skrifa texta, greina gögn, búa til kynningar og skipuleggja verkefni – allt á nokkrum sekúndum. Fullkomið fyrir þá sem vinna daglega í Microsoft 365.

Make.com

Make.com – Gerðu verkefnin þín sjálfvirk (Kemur í nóvember!)

Láttu forritin vinna fyrir þig.
Með Make.com geturðu tengt saman forrit og búið til sjálfvirkar vinnslur. Við kennum þér hvernig þú getur spara tíma með því að láta gervigreind og sjálfvirkni sjá um endurtekna vinnu.

Midjourney

Midjourney – Búðu til myndir með AI (Kemur í nóvember!)

Frá texta í listaverk, í hæsta gæðaflokki.
Midjourney gerir þér kleift að umbreyta hugmyndum í ótrúleg myndverk. Við kennum þér hvernig á að skrifa skipanir sem skila myndum fyrir markaðssetningu, vefhönnun, list og skapandi verkefni.

Zapier

Zapier – Einföld sjálfvirkni fyrir alla (Kemur í september 2025!)

Tengdu forrit án forritunarkunnáttu.
Zapier gerir þér kleift að tengja saman hundruð forrita á einfaldan hátt. Við sýnum hvernig þú getur búið til „zaps“ sem vinna verkin fyrir þig, hvort sem það er í rekstri, markaðssetningu eða skipulagi.

Algengar spurningar (FAQ)

Þú lærir að nota gervigreindarverkfæri eins og ChatGPT, Gemini, Copilot, Suno AI og MidJourney með hagnýtum dæmum og skipunum.

Kennslan hentar bæði byrjendum og lengra komnum sem vilja nýta AI í vinnu, námi eða sköpun.

Kennsludæmin eru bæði myngbönd og skref-fyrir-skref leiðbeiningar sem þú getur prófað beint í forritunum til að fá sem besta niðurstöðu.

Já, kennslan er á íslensku en við sýnum líka hvernig AI virkar á ensku þar sem mörg forrit skila betri niðurstöðum á því tungumáli.

Já, við uppfærum kennsluna og dæmin reglulega svo þú hafir alltaf aðgang að nýjustu aðferðum og verkfærum í gervigreind.

Þú getur byrjað strax með frírri áskrift sem gefur aðgang að 20 skipunum og dæmum. Uppfærsla í Silfur eða Gull opnar fyrir öll námskeið og yfir 200 skipanir.

Af hverju velja kennslu hjá okkur?

Hagnýtt og notendavænt

Við kennum þér skref fyrir skref hvernig á að nýta gervigreind í daglegum verkefnum.

Sérsniðin að þínum þörfum

Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, þá finnst þér alltaf kennsla sem hentar.

Sparar tíma og vinnu

Með því að nýta réttu verkfærin geturðu sjálfvirknivætt ferla og unnið hraðar.

Fáðu forskot í starfi og námi

Lærðu að nota ChatGPT, Gemini, Suno, Midjourney, Copilot, Zapier og fleiri til að skara fram úr.

Praktísk dæmi og æfingar

Við sýnum raunveruleg dæmi sem þú getur strax nýtt í leik og starfi.

Nútímaleg þekking

Við uppfærum kennsluefnið reglulega svo þú hefur alltaf nýjustu lausnirnar við hendina.

Scroll to Top