Microsoft Copilot námskeið
Gervigreind sem vinnur með þér í Office
Sparaðu tíma, auktu framleiðni og láttu gervigreindina sjá um vinnuna í Word, Excel og PowerPoint.

Lærðu að nota Microsoft Copilot
Á þessu námskeiði lærir þú að nýta Microsoft Copilot á einfaldan og hagnýtan hátt. Við förum í gegnum hvar Copilot er að finna, hvernig hann getur aðstoðað þig í helstu forritum eins og Word, Excel, Outlook og Teams, og hvernig þú getur nýtt hann sem skapandi samstarfsmann í daglegri vinnu.
Markmiðið er að þú fáir trausta yfirsýn yfir möguleikana sem Copilot býður upp á – frá því að skrifa texta og taka saman gögn, yfir í að búa til myndir, skipuleggja fundi og jafnvel smíða þinn eigin stafræna fulltrúa. Með þessu námskeiði færðu verkfæri sem spara tíma, auka afköst og gera vinnuna bæði léttari og áhugaverðari.